Þegar ég varð mamma

Það kom fyrir núna um daginn að konan mín flutti til Reykjavíkur.  Við búum á Djúpavogi.  Ég og 9 mánaða gömul dóttir mín urðum eftir afþví að hún þoldi ekki smábæjarlífið,  borgarstelpan var bara ekki að skilja allt þetta fáa fólk.   Það urðu einhver viðbrigði að lifa án „brjósta“ eins og við kölluðum hana, en ég og dóttir erum hörkutól og getum spjarað okkur spjörunum úr ( afþví við erum alltaf að kúka á spjörin 😦 ).

Það var ekki fyrr en að hún fór, að ég og dóttir gátum vaknað eldhress á morgnanna ( afþví við þurftum þess ).  Við gátum horft á heila kvikmynd yfir morgunmatnum, gert æfingar og tekið morgunlúrinn.  Allt í einu urðu morgnarnir besti tími dagsins, þeir hafa ekki verið þannig í mínu lífi svo ég muni eftir.   Eiginlega bara aldrei.  Morgnarnir fóru í heimatíma og göngutúra með dóttur og svo fóru kvöldin í vinnu. Þá gat hún valið um að fara í pössun til einhverra þeirra fjölmörgu ammna sem að bjuggu íbænum.


Það er gaman með dóttur.  Hún er bara snillingur. Ég hengi hana í burðarpoka framan á mér, hún vill snúa fram til að sjá eitthvað, svo er ég stundum í stóru úlpunni minni og ég renni upp að hausnum á henni svo það eru bara bleikir ullarsokkar danglandi niður og bangsahúfan að standa uppúr, sjá mynd —->

Image

VIð erum búin að labba útum allt.  Búlandsnesið er leikvöllurinn okkar.  Við hoppum mýrar og göngum sanda, klifrum kletta og borðum nesti.

Ömmu finnst ég svo góður með hana.  Hún er alltaf að hrósa mér fyrir að vera góð „mamma„.  Hún er af þeirri kynslóð að feður taka ekki þátt í svona barnastússi.  Það var bara ekki þeirra hlutverk. Þannig að í staðinn fyrir að vera góður pabbi þá er ég “ góð mamma“.

Því miður ekki karlmannlegasta mamman í bænum, en það er bara eitthvað sem ég verð að lifa við.

Auglýsingar

Ósýnilegu Börnin

Núna um daginn birtist myndband úr herferð „Invisible Children“ samtakanna sem bar merkin #Kony2012 eða #StopKony.  Þar voru samtökin að berjast fyrir því að gera Joseph Kony leiðtoga LRA sýnilegan.  Joseph Kony er trúarlegur hersöfðingi sem hefur barist fyrir því „Theocracy“ eða guðræði komisst á í Úganda og hann sé hinn útvaldi.

Myndbandið sem að kom út var flott, vel unnið og breiddist eins og eldur um Internetið,
en þó ekkert í samanburði við það sem eftir á kom.  Forsprakki og aðalleikari myndbandsins
Jason Russel var handtekinn um daginn fyrir það að vera hálfnakinn á almannafæri, ögrandi fólki með kynferðislegum hreyfingum og  látum.

Í raun og veru hefði það ekki átt að koma neinum á óvart miðað við hegðun hans í fyrri myndböndum „Invisible Children“ en þau hafa oft á tíðum verið vægast sagt undarleg.

Myndbandið byrjar á ósköp sakleysislegri kynningu í menntaskóla.  En svo komumst við að
því að þetta er allt annað en sakleysisleg kynning.

Áfengi, Voudoo og rokk og ról

Ég rakst á grein í dag sem fjallaði um það hvernig hægt væri að „lækna“ alkóhólisma með LSD.  Frábær frétt sem hafði gríðarlegan trúverðugleika eins og allar aðrar kraftaverkalæknafréttir.

Svona fréttir birtast á mbl og vísir með reglulegu millibili.  Ég þær sjaldan og ætlaði að leiða þessa algjörlega hjá mér.  En svo rakst ég á þann mæta mann Paulo Coehlo á Twitter.  Hann hafði blístrað þessu:

Greinin sem að fylgdi blístrinu var alls ekki leiðinleg. Sem fékk mig til að hugsa um hvað Íslenskar fréttir eru mikið tilkynningar frekar en umfjallanir.  En allavega.

Hún fjallaði um mann nokkurn sem að heitir Bill Wilson.  Hann var einn af stofnendum AA- Samtakanna sem að margir ættu að kannast við hér á Íslandi þar sem 16.000 fundir eru haldnir hér á ári hverju.

Bill Wilson skrifaði 12 skrefa bókina sem að allir AA-menn fylgja.  En hann hélt því staðfast fram að ekki væri nóg að fylgja stefnunni og lesa bókina, þvert á móti.  Hann lagði gríðarlega áherslu á að hver og einn myndi sækja sér það sem hann hann þyrfti í sínu lífi til þess að geta hætt að drekka áfengi.

Andlegar upplifanir, er það sem Bill Wilson sótti hvað mest í allt sitt líf.  Eftir að hann lá illa haldinn eftir mikla drykkju á Towns spítalanum eina kalda New York nótt hrópaði hann „I’ll do anything! Anything at all! If there be a God, let Him show Himself!“[22]  Og þá fann hann allt í einu fyrir gríðarlega sterku ljósi, alsælu og áður ófundinni friðsæld.

Eftir þetta atvik drakk hann aldrei aftur, það er að segja ekki fyrr en hann lá á dánarbeði sínu og hrópaði á eftir Viský drykk.  En Bill varð mjög andlega hneigður eftir atburðinn og sóttist eftir því að bæði hann og aðrir gætu upplifað það sem hann upplifaði.  Hann lagði í leit að einhverju öflugra en honum sjáfum, hann hóf að finna eitthvað sterkara en áfengi, leita að hreinni vímu, persónulegri.

Í tilraunum sem að hann tók þátt í, með vísindakonunni Betty Eisner, meðstofnanda AA-samtakanna Gerald Heard og rithöfundinum Aldous Huxley (Brave New World ) þá tók hann inn LSD.

Hann lýsti upplifuninni sem svipaðari og hann hafði upplifað á spítalanum.  Hann sagði í framhaldi af tilraununum „með því að innbyrða LSD gæti Egóið ( skaðvaldurinn í alkóhólisma ) fengið að lúta fyrir upplifun þinni sem partur af veröldinni og þú fengið að sjá hvað við erum og hvert við erum að fara.“ 

Bill Wilson sagði að LSD gæti gagnast mörgum (þó ekki öllum) en væri þó engum skaðlegt.

Leit Bill Wilson að andlegum reynslum og tilraunir hans voru þó ekki bara bundnar við efnanotkun, hann og kona hans voru með lítið Ouija borð í draugaherberginu sínu svokallaða.  Þangað buðu þau oft gestum og gangandi að ná tenginu við andaheiminn.

Bill var samt aldrei hávær með skoðanir sínar, hvorki pólítískar né andlegar.  Enda var það gagnstætt stefnu félagsins.  Hann lét líka aldrei taka mynd af sér þar sem hann lagði mikla áherslu á það að hann væri aðeins mennskur eins og allir aðrir og myndi ekki láta setja sig á einhvern stall sem hetja alkóhólistanna.
——

Þar sem að Íslendingar hafa alltaf verið gríðarlega blautt samfélag fannst mér greinin mjög áhugaverð og þörf í umræðuna.  Hér á landi nota margir trú til þess að reyna að sigrast í sínum innri djöflum sem er allt gott og blessað.   En mér var hugsað til setningar sem að ég heyrði um daginn “ Þið kristna fólkið sitjið í kirkju og talið um guð, á meðan við Voudoo dönsum til að verða guð.“ National Geographic.

Ég fann setninguna samt upprunalega í Myndaseríu sem að fjallaði um Voudoo, en ég fann hana því miður ekki 😦

Það hefur það verið löngum viðtekin staðreynd að fíkn er ekki eitthvað sem að menn losna við, heldur færist fíknin aðeins til,  hún umbreytist.  Þ.e. ef þú ert áfengissjúklingur þá þarftu að finna þér eitthvað áhugamál eða einhverja ástríðu sem þú getur stundað af jafn miklum ákafa og  gleði og þú gerðir  áfengisdrykkju.

Samkennd með öðrum, viðurkenning, tilgangur og skemmtun eru allt orð sem að eiga við.
Sumir velja trú, aðrir velja skútusiglingar og enn aðrir golf eða bara eitthvað allt annað.  En samfélög hafa í gegnum tíðina fundið sér ótrúlegar leiðir til þess að stytta sér stundir, með og án lyfja.  Margar athafnir byggjast á lyfjanotkun, aðrar framkalla ástand ekki ólíkt þeim.

Í myndinni Baraka má sjá Balíbúa í athöfn sem kallast „Apadansinum„.
Ég mæli eindregið með að myndbandinu þar sem þessir menn eru eitursvalir, og ef það er eitthvað sem hefur verið skortur á í okkar menningu þá er það sennilega þessi dans.

Grænlenskur Veruleiki

Nowness er vefsíða sem að inniheldur hágæða myndefni gert af fagmönnum birt daglega.

…………………

Louis Vuitton og félagar reka síðuna.  Þeir eru hvað best þekktir fyrir tísku og munaðarvörur sínar.

Þeir voru fyrstir til þess að framleiða ferðatöskur með flötum botnum, áður voru þær ávalar til þess að regnið myndi falla betur af þeim, en með flötum botn var nú hægt að stafla þeim  og þannig auðvelda ferðalagið.

Í dag er fyrirtækið partur af stærri steypu fyrirtækja sem að öll eiga það sameiginlegt að starfa í munaðarvörugeiranum Moët Hennessy • Louis Vuitton heitir það og inniheldur koníaksframleiðandann Hennessy sem að flestir  koníaksötrarar ættu að kannast við þar sem þeir eiga meira en 40% af allri framleiðslu koníaks í heiminum.

………….

Þetta myndband náði til mín sem Íslendings.  Ég veit ekki alveg afhverju en það virðist höfða til minnar litlu landsbyggðarsálar.