Brot af mér

Í dag er ég með markmið um að skrifa þrjár blaðsíður af engu til að byrja daginn. Þetta er einhverskonar tegund af hugleiðslu sem er partur af sjálfshjálparbók kölluð The Artists Way.
Til þess að fylla upp í þessar blaðsíður verð ég samt því miður að bulla bara geðveikt mikið, sem er verra, ég hef meira gaman afþví þegar ég skrifa eitthvað með meiri tilgang, orð með meiri fyllingu og texta með meiri sàl. En þá myndi ég ekki skrifa neitt, eina leiðin fyrir mig til að skrifa er að bulla og reyna að koma þessu verkefni frá mér líkt og öll önnur verkefni sem að ég tek að mér dags daglega. Rusla þessu af og reyna að gera eitthvað annað.

En hvað eru þrjàr blaðsíður. Ég get ekki verið alveg viss – jump cut ég er kominn upp í skóla núna ég er að hlusta á tíma sem ég er ekki að fylgjast með í, það gengur fínt, ég er að verða búinn að skrifa tvær síður af þrem handskrifað, eða þú veist ég fer að koma að því jump cut er ennþá í tíma. Búinn að skrifa bleika sjóræningjasögu. Það eru 810 orð handskrifuð, sem ætti að teljast ágætt bara.

Ég held ég ætli sð reyna að halda mér frá dagbókarstílnum.

20130917-235911.jpg

Auglýsingar

Þegar ég varð mamma

Það kom fyrir núna um daginn að konan mín flutti til Reykjavíkur.  Við búum á Djúpavogi.  Ég og 9 mánaða gömul dóttir mín urðum eftir afþví að hún þoldi ekki smábæjarlífið,  borgarstelpan var bara ekki að skilja allt þetta fáa fólk.   Það urðu einhver viðbrigði að lifa án „brjósta“ eins og við kölluðum hana, en ég og dóttir erum hörkutól og getum spjarað okkur spjörunum úr ( afþví við erum alltaf að kúka á spjörin 😦 ).

Það var ekki fyrr en að hún fór, að ég og dóttir gátum vaknað eldhress á morgnanna ( afþví við þurftum þess ).  Við gátum horft á heila kvikmynd yfir morgunmatnum, gert æfingar og tekið morgunlúrinn.  Allt í einu urðu morgnarnir besti tími dagsins, þeir hafa ekki verið þannig í mínu lífi svo ég muni eftir.   Eiginlega bara aldrei.  Morgnarnir fóru í heimatíma og göngutúra með dóttur og svo fóru kvöldin í vinnu. Þá gat hún valið um að fara í pössun til einhverra þeirra fjölmörgu ammna sem að bjuggu íbænum.


Það er gaman með dóttur.  Hún er bara snillingur. Ég hengi hana í burðarpoka framan á mér, hún vill snúa fram til að sjá eitthvað, svo er ég stundum í stóru úlpunni minni og ég renni upp að hausnum á henni svo það eru bara bleikir ullarsokkar danglandi niður og bangsahúfan að standa uppúr, sjá mynd —->

Image

VIð erum búin að labba útum allt.  Búlandsnesið er leikvöllurinn okkar.  Við hoppum mýrar og göngum sanda, klifrum kletta og borðum nesti.

Ömmu finnst ég svo góður með hana.  Hún er alltaf að hrósa mér fyrir að vera góð „mamma„.  Hún er af þeirri kynslóð að feður taka ekki þátt í svona barnastússi.  Það var bara ekki þeirra hlutverk. Þannig að í staðinn fyrir að vera góður pabbi þá er ég “ góð mamma“.

Því miður ekki karlmannlegasta mamman í bænum, en það er bara eitthvað sem ég verð að lifa við.

Frelsi til að skrifa, fyrir engann.

Image

Það markaði ákveðin tímamót hjá mér um daginn þegar ég ákvað að opna bloggsíðu.  Ég þurfti ekki lengur að sitja einn með sjálfum mér að öllum skrýtnu hlutunum sem ég var að gera.

Allur heimurinn gat nú baðað sig í undarlegheitunum sem ég var að rekast á á netinu og kafað ofaní djúpu speki ljóðanna minna.

Ég gat loksins skrifað greinar um LSD hámandi AA-stofnendur, gagnrýnt Indverskar Bolly-, Tollywoodmyndir, birt öll ljóðin eftir sjálfan mig og berghörðu myndböndin af mér í sjómann.

En því miður hefur ekki nokkur maður áhuga á að lesa blogg annara. Flestir eru alltof uppteknir að bíða eftir lækum á sjálfsmyndirnar sínar eða  að leita að réttu .gif myndinni til að lýsa deginum sínum.

Ég vissi þetta svosum þegar ég gekk inn í þennan pakka.  Ég er sjálfur gríðarlega sjálfhverfur neytandi á netinu.  Eina bloggið sem ég las var sbs.is.

Það var það sem ég ætlaði líka að gera.  Blogg sem hafði ekkert með mig að gera. Aldrei skyldi birtast bloggfærsla sem innihéldi orðið „ég“ eða tilfinningar mínar. Þetta blogg átti ekki að vera um mig heldur um allt hitt.

Grunnskólabloggin voru svona „mér finnst“ blogg og bloggið mitt átti að vera fágaðara og fínna heldur en það.  Ekki bara eitthvað persónulegt raus og blaður, heldur innihaldsríkt efni sem auðgaði anda hvers sem kynni að ramba inn á síðuna mína.

Það gekk rosa vel, heilar 7 færslur fyrir ári síðan voru lesnar af nákvæmlega engum. Þá hætti ég að gera eitthvað hérna inni.

Ég bjó til sérstaka síðu fyrir undarlega efnið sem ég fann, önnur sérstök síða hýsti ljóðin mín og dramatískar símamyndir, twitter varð svo brandarasíðan mín og inná facebook fóru öll myndböndin af mér að rústa öllum í sjómann.

Ekki það að einhver skoði neitt af hinum síðunum, en þær meika allavega sens,  þú ferð inná þær og ein færsla gefur til kynna allar hinar.

Internetið er stór og flókinn staður og það getur verið alveg svakalega leiðinlegt að leita að góðum síðum og áhugaverðu drasli, en einhvern vegin heldur maður samt alltaf áfram.

Núna get ég sagt fullur af sjálfsöryggi að ég sé tilbúinn að byrja að blogga aftur, persónulega og dramatískt um það sem mér finnst og það sem ég vil.  Vegna þess að ég er með aðrar síður sem að sjá um hitt.

Búðu þig undir það kæra internet, að forðast að lesa bloggið mitt, því það er sko sannarlega að fara að vera þarna einhversstaðar á milli allra hinna þúsund milljarða blogganna, það held ég nú!­

Hey heimur,

Eða þú allavega.

Síðan er formlega opnuð frá og með þessari uppfærslu.

Hér inni verður

  1. Nöldur
  2. Væl
  3. Vesen
  4. & annað sambærilegt efni sem þú finnur á flestum öðrum bloggsíðum

Annars verður bara stuð og læti. Eins og sést á myndini þarna fyrir ofan.

Kveðja Aron Daði