Ljóð.is #3768

Fyrsta hLjóðabókin Verksmiðja Dr4umanna kom út á Djúpavogi sumarið 2013.

Screen Shot 2013-10-17 at 11.56.53 AM

Ég eyddi seinustu dögum fyrir Hammond 2013 í að semja tónlist í
kringum ljóð af Ljóð.is/3768 sem ég skrifaði 2010-11.

Ég kalla plötuna hljóðabók, ljóðabók í plötuformi en
hún er sirka 25 mínútur. Eins og rölt út á sanda.

Ég var með upplestur á Ljóðum á Laugardeginum milli
14:00 & 15:00 upp í Löngubúð sýningin hét “ Afhverju ekki Aron Daði ? “

Klósettsýningin „Nei, nú er mér mál ! “ var líka þar.
Á sýningunni voru útprentuð ljóð af tumblr síðunni og svo
var mp3 spilari inni á hvoru klósettinu svo fólk gat hlustað á hLjóðabókina þar.

hLjóðabókin er að einhverru leyti byggð á einmanaleikanum.  Þannig að klósettið
er viðeigandi staður til þess að njóta plötunnar, á svo margan hátt. Sýningin er
Ljóð.is #3768partlega enn þann dag í dag í gangi,
þó svo að nokkrum ljóðum hafi verið
stolið og eitt þeirra hafi verið keypt.
( spurning hvort það keypta hafi bragðast
betur en stolnu ljóðin ? )

hLjóðabókin var prentuð á CD diska og gefin út í sérhönnuðu umslagi.

Umbrotsleiðbeiningarhttp://www.wikihow.com/Fold-a-CD-Cover-from-a-Sheet-of-Copy-Paper

Ég var að prenta út 10 diska núna og ég er ekki að reikna með að neinn hafi samband við mig, þannig ef þú ert að lesa þetta, þá er ég semsagt að selja eintök fyrir frjáls framlög.  Ég get sagt þér að hver diskur er að kosta 120 kr og svo er prentkostnaður einhver þannig séð, en ef þú vilt stela honum þá bý ég í Barmahlíð 35, þú klifrar bara upp.

Ég er einn af þeim sem gefur út ljóðabækur.  Þetta yrði önnur útgefin bók eftir mig en sú fyrsta var  Ljóðin Skeggjalausu.  Hún var handskrifuð af sjálfum mér 9 ára gamall.  Ekki eitt þeirra fjallaði um ástina. Geri aðrar ljóðabækur betur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s