Þegar ég varð mamma

Það kom fyrir núna um daginn að konan mín flutti til Reykjavíkur.  Við búum á Djúpavogi.  Ég og 9 mánaða gömul dóttir mín urðum eftir afþví að hún þoldi ekki smábæjarlífið,  borgarstelpan var bara ekki að skilja allt þetta fáa fólk.   Það urðu einhver viðbrigði að lifa án „brjósta“ eins og við kölluðum hana, en ég og dóttir erum hörkutól og getum spjarað okkur spjörunum úr ( afþví við erum alltaf að kúka á spjörin 😦 ).

Það var ekki fyrr en að hún fór, að ég og dóttir gátum vaknað eldhress á morgnanna ( afþví við þurftum þess ).  Við gátum horft á heila kvikmynd yfir morgunmatnum, gert æfingar og tekið morgunlúrinn.  Allt í einu urðu morgnarnir besti tími dagsins, þeir hafa ekki verið þannig í mínu lífi svo ég muni eftir.   Eiginlega bara aldrei.  Morgnarnir fóru í heimatíma og göngutúra með dóttur og svo fóru kvöldin í vinnu. Þá gat hún valið um að fara í pössun til einhverra þeirra fjölmörgu ammna sem að bjuggu íbænum.


Það er gaman með dóttur.  Hún er bara snillingur. Ég hengi hana í burðarpoka framan á mér, hún vill snúa fram til að sjá eitthvað, svo er ég stundum í stóru úlpunni minni og ég renni upp að hausnum á henni svo það eru bara bleikir ullarsokkar danglandi niður og bangsahúfan að standa uppúr, sjá mynd —->

Image

VIð erum búin að labba útum allt.  Búlandsnesið er leikvöllurinn okkar.  Við hoppum mýrar og göngum sanda, klifrum kletta og borðum nesti.

Ömmu finnst ég svo góður með hana.  Hún er alltaf að hrósa mér fyrir að vera góð „mamma„.  Hún er af þeirri kynslóð að feður taka ekki þátt í svona barnastússi.  Það var bara ekki þeirra hlutverk. Þannig að í staðinn fyrir að vera góður pabbi þá er ég “ góð mamma“.

Því miður ekki karlmannlegasta mamman í bænum, en það er bara eitthvað sem ég verð að lifa við.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s