Frelsi til að skrifa, fyrir engann.

Image

Það markaði ákveðin tímamót hjá mér um daginn þegar ég ákvað að opna bloggsíðu.  Ég þurfti ekki lengur að sitja einn með sjálfum mér að öllum skrýtnu hlutunum sem ég var að gera.

Allur heimurinn gat nú baðað sig í undarlegheitunum sem ég var að rekast á á netinu og kafað ofaní djúpu speki ljóðanna minna.

Ég gat loksins skrifað greinar um LSD hámandi AA-stofnendur, gagnrýnt Indverskar Bolly-, Tollywoodmyndir, birt öll ljóðin eftir sjálfan mig og berghörðu myndböndin af mér í sjómann.

En því miður hefur ekki nokkur maður áhuga á að lesa blogg annara. Flestir eru alltof uppteknir að bíða eftir lækum á sjálfsmyndirnar sínar eða  að leita að réttu .gif myndinni til að lýsa deginum sínum.

Ég vissi þetta svosum þegar ég gekk inn í þennan pakka.  Ég er sjálfur gríðarlega sjálfhverfur neytandi á netinu.  Eina bloggið sem ég las var sbs.is.

Það var það sem ég ætlaði líka að gera.  Blogg sem hafði ekkert með mig að gera. Aldrei skyldi birtast bloggfærsla sem innihéldi orðið „ég“ eða tilfinningar mínar. Þetta blogg átti ekki að vera um mig heldur um allt hitt.

Grunnskólabloggin voru svona „mér finnst“ blogg og bloggið mitt átti að vera fágaðara og fínna heldur en það.  Ekki bara eitthvað persónulegt raus og blaður, heldur innihaldsríkt efni sem auðgaði anda hvers sem kynni að ramba inn á síðuna mína.

Það gekk rosa vel, heilar 7 færslur fyrir ári síðan voru lesnar af nákvæmlega engum. Þá hætti ég að gera eitthvað hérna inni.

Ég bjó til sérstaka síðu fyrir undarlega efnið sem ég fann, önnur sérstök síða hýsti ljóðin mín og dramatískar símamyndir, twitter varð svo brandarasíðan mín og inná facebook fóru öll myndböndin af mér að rústa öllum í sjómann.

Ekki það að einhver skoði neitt af hinum síðunum, en þær meika allavega sens,  þú ferð inná þær og ein færsla gefur til kynna allar hinar.

Internetið er stór og flókinn staður og það getur verið alveg svakalega leiðinlegt að leita að góðum síðum og áhugaverðu drasli, en einhvern vegin heldur maður samt alltaf áfram.

Núna get ég sagt fullur af sjálfsöryggi að ég sé tilbúinn að byrja að blogga aftur, persónulega og dramatískt um það sem mér finnst og það sem ég vil.  Vegna þess að ég er með aðrar síður sem að sjá um hitt.

Búðu þig undir það kæra internet, að forðast að lesa bloggið mitt, því það er sko sannarlega að fara að vera þarna einhversstaðar á milli allra hinna þúsund milljarða blogganna, það held ég nú!­

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s