Áfengi, Voudoo og rokk og ról

Ég rakst á grein í dag sem fjallaði um það hvernig hægt væri að „lækna“ alkóhólisma með LSD.  Frábær frétt sem hafði gríðarlegan trúverðugleika eins og allar aðrar kraftaverkalæknafréttir.

Svona fréttir birtast á mbl og vísir með reglulegu millibili.  Ég þær sjaldan og ætlaði að leiða þessa algjörlega hjá mér.  En svo rakst ég á þann mæta mann Paulo Coehlo á Twitter.  Hann hafði blístrað þessu:

Greinin sem að fylgdi blístrinu var alls ekki leiðinleg. Sem fékk mig til að hugsa um hvað Íslenskar fréttir eru mikið tilkynningar frekar en umfjallanir.  En allavega.

Hún fjallaði um mann nokkurn sem að heitir Bill Wilson.  Hann var einn af stofnendum AA- Samtakanna sem að margir ættu að kannast við hér á Íslandi þar sem 16.000 fundir eru haldnir hér á ári hverju.

Bill Wilson skrifaði 12 skrefa bókina sem að allir AA-menn fylgja.  En hann hélt því staðfast fram að ekki væri nóg að fylgja stefnunni og lesa bókina, þvert á móti.  Hann lagði gríðarlega áherslu á að hver og einn myndi sækja sér það sem hann hann þyrfti í sínu lífi til þess að geta hætt að drekka áfengi.

Andlegar upplifanir, er það sem Bill Wilson sótti hvað mest í allt sitt líf.  Eftir að hann lá illa haldinn eftir mikla drykkju á Towns spítalanum eina kalda New York nótt hrópaði hann „I’ll do anything! Anything at all! If there be a God, let Him show Himself!“[22]  Og þá fann hann allt í einu fyrir gríðarlega sterku ljósi, alsælu og áður ófundinni friðsæld.

Eftir þetta atvik drakk hann aldrei aftur, það er að segja ekki fyrr en hann lá á dánarbeði sínu og hrópaði á eftir Viský drykk.  En Bill varð mjög andlega hneigður eftir atburðinn og sóttist eftir því að bæði hann og aðrir gætu upplifað það sem hann upplifaði.  Hann lagði í leit að einhverju öflugra en honum sjáfum, hann hóf að finna eitthvað sterkara en áfengi, leita að hreinni vímu, persónulegri.

Í tilraunum sem að hann tók þátt í, með vísindakonunni Betty Eisner, meðstofnanda AA-samtakanna Gerald Heard og rithöfundinum Aldous Huxley (Brave New World ) þá tók hann inn LSD.

Hann lýsti upplifuninni sem svipaðari og hann hafði upplifað á spítalanum.  Hann sagði í framhaldi af tilraununum „með því að innbyrða LSD gæti Egóið ( skaðvaldurinn í alkóhólisma ) fengið að lúta fyrir upplifun þinni sem partur af veröldinni og þú fengið að sjá hvað við erum og hvert við erum að fara.“ 

Bill Wilson sagði að LSD gæti gagnast mörgum (þó ekki öllum) en væri þó engum skaðlegt.

Leit Bill Wilson að andlegum reynslum og tilraunir hans voru þó ekki bara bundnar við efnanotkun, hann og kona hans voru með lítið Ouija borð í draugaherberginu sínu svokallaða.  Þangað buðu þau oft gestum og gangandi að ná tenginu við andaheiminn.

Bill var samt aldrei hávær með skoðanir sínar, hvorki pólítískar né andlegar.  Enda var það gagnstætt stefnu félagsins.  Hann lét líka aldrei taka mynd af sér þar sem hann lagði mikla áherslu á það að hann væri aðeins mennskur eins og allir aðrir og myndi ekki láta setja sig á einhvern stall sem hetja alkóhólistanna.
——

Þar sem að Íslendingar hafa alltaf verið gríðarlega blautt samfélag fannst mér greinin mjög áhugaverð og þörf í umræðuna.  Hér á landi nota margir trú til þess að reyna að sigrast í sínum innri djöflum sem er allt gott og blessað.   En mér var hugsað til setningar sem að ég heyrði um daginn “ Þið kristna fólkið sitjið í kirkju og talið um guð, á meðan við Voudoo dönsum til að verða guð.“ National Geographic.

Ég fann setninguna samt upprunalega í Myndaseríu sem að fjallaði um Voudoo, en ég fann hana því miður ekki 😦

Það hefur það verið löngum viðtekin staðreynd að fíkn er ekki eitthvað sem að menn losna við, heldur færist fíknin aðeins til,  hún umbreytist.  Þ.e. ef þú ert áfengissjúklingur þá þarftu að finna þér eitthvað áhugamál eða einhverja ástríðu sem þú getur stundað af jafn miklum ákafa og  gleði og þú gerðir  áfengisdrykkju.

Samkennd með öðrum, viðurkenning, tilgangur og skemmtun eru allt orð sem að eiga við.
Sumir velja trú, aðrir velja skútusiglingar og enn aðrir golf eða bara eitthvað allt annað.  En samfélög hafa í gegnum tíðina fundið sér ótrúlegar leiðir til þess að stytta sér stundir, með og án lyfja.  Margar athafnir byggjast á lyfjanotkun, aðrar framkalla ástand ekki ólíkt þeim.

Í myndinni Baraka má sjá Balíbúa í athöfn sem kallast „Apadansinum„.
Ég mæli eindregið með að myndbandinu þar sem þessir menn eru eitursvalir, og ef það er eitthvað sem hefur verið skortur á í okkar menningu þá er það sennilega þessi dans.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s