Þú ert aldrei alltaf einn

Við höfum skapað nýtt haf með
Internetinu.  Haf af upplýsingum, haf
af rusli, veirum, bakteríum, þara og
skökkum brimbrettaköppum að vafra
um á öldum alls, með lélegar skoðanir.

drukkna er auðvelt. En að eiga
góðan bát og að kunna að fiska eftir
rétta efninu er lykilatriði.

Rétt tækni, þekking á umhverfinu og
hæfileikinn til sjálfsbjörgunar er á
internetinu, eins og í lífinu, mikilvæg.

Börnin okkar læra það sem fyrir
þeim er haft.  En heil kynslóð er að
alast upp í hafi sem ekki var áður til.
Hættan, möguleikarnir og tækifærin
eru jafnvel ekki einu sinni þekkt af
þeirra nánustu, foreldrum þeirra.

Svo hvað taka þau sér til bragðs?
Það sem við gerum öll í nýju umhverfi.
Það sem við höfum þróast, fæðst og
lifað til að gera.  Þau kanna
umhverfið, aðlagast umhverfinu, læra
inná það með tilheyrandi mistökum og
uppljómunum.

En þau hafa ekkert til að miða við
varðandi þessa nýju upplifun sína.
Ekki nema raunveruleikann.  En á
hvaða hátt er raunveruleikinn
frábrugðinn Internetinu?

Á internetinu ertu nafnlaus.
Á internetinu er ekkert efnislegt.
Á internetinu eru allir & enginn á sama stað
Á internetinu er engin lögregla
Á internetinu er allt frítt, eins og bókasafn af menningu.

Hvernig hagar þú þér í þessu
umhverfi.  Flestir myndu ráfa um
frjálsir og gera allt sem þeim lysti,
enda er það einmitt það sem flestir
kjósa að gera.

Þegar Palli var einn í heiminum og gat
gert allt, þá var hann einn.  Í þessari
sögu er Palli alls ekki einn, ekki nema
þá að hluta til.

Í þessum heimi er Palli draugur.
Enginn sér hann, en allir vita að hann
gæti verið þarna.  Sumir gleyma,
aðrir vita og þora engu því þeir vita
ekki hver Palli er.  Þeir vita ekki
hvaðan hann kemur, hvað hann getur
eða hvort hann meinar illt eða ekki.
Oftast er Palli ekki þarna en hættan
að hann sé, er alltaf einhver.

Hvernig við tökumst á við okkur sjálf
og samfélagið,  myndar og mótar kúltúr
okkar og menningu. Þannig myndum
við þessa alþjóðlegu Internet veröld.

Við erum sjómenn í hafi
upplýsinganna, show-men ef þú vilt.
Við sýnumst, til að sýna öðrum það
sem þeir vilja sjá.  Ekki er allt sem
sýnist enda sýnist hverjum sitt.

Internetið er okkar internetið er þitt
Internetið okkar, internetið þitt & mitt

Amen bræður og systur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s