Arundathi ( 2009 )

Image

Arundathi er Tollywood mynd eða Telegu.  Tollywood myndir eru frábrugðnar Bollywood myndum að því leytinu til að framleiðsla þeirra fer ekki fram í Mumbai, heldur í Suðurhluta Indlands.  Myndirnar eru samt á vestrænum mælikvarða alveg eins.  Fallegt fólk, að syngja og dansa í litríku umhverfi.  Það er samt talað um að Bollywood myndir séu vestrænni heldur en Telegu myndir en hver verður að dæma um það fyrir sig.

Ég rakst á myndina á youtube eftir að hafa leitað að sjálfum mér.  Arundhati er víst eitthvað svipað og Aron Daði.  Ef þú hefur engan áhuga á að heyra mig blaðra um hana þá mæli ég með að þú horfir á hana, annars er ég bara að fara að lýsa henni og hvað gerist í henni. ( =spoiler alert )

Mundu bara að íta á cc fyrir enskann texta ( eða vertu djarfur og láttu google þýða hann á íslensku)

———————

Nafnið
Arundhati er stelpunafn úr Hindí sem er tungumál talað af nokkrum Indverjum.  Nafnið er talið merkja „Sá sem heldur ekki aftur að sér“
Rudh (halda aftur)
A (ekki

Arundhati var gyðja í hindískri goðafræði gyðja stjarna og himins.  Morgunstjarnan   (Alcor) hefur verið kennd við hana í Indlandi í mörg ár.

Gyðjan Arundhati var alltaf trú eiginmanni sínum og þegar pör í Indlandi gifta sig fara þau oft undir morgunstjörnuna, sem tákn um ódauðlega ást.

Indverjar eru mjög hátíðlega dramatískir og þessi mynd er enginn eftirbátur í þeim efnum.

Og þá byrjum við
Myndin byrjar á gráhærðum feitum kall, sem hreyfir sig eins og Bjössi Bolla í ballet og talar eins og pabbi Pingu.  Hann er rosalega ánægður vegna þess að dóttir hans ætlar að gifta sig.  Þjónustukonan hans er ennþá ánægðari og hún fer strax að ímynda sér fótabað með blómum og aðra Indverska gleði.

En ekki er allt sem sýnist.  Arundhati átti nefnilega ömmu sem var prinsessa í þorpinu Gadwal.  Hún hét Jemamma Þar þurfti hún að kljást við illann mann sem heitir Pasupathi.

Forsagan
Pasupathi og Jemamma voru Systkinabörn. Þau voru samt mjög ólík. Pasupathi var alltaf að nauðga og drepa á meðan Jemamma var að læra að dansa, mála og syngja.  Jemmama átti líka eldri systur sem að hét Berghavi, þær voru líkar.

Pasupathi átti mömmu, hún var systir kóngsins.  Hú náði að sannfæra kónginn um að stjörnumerki Pasupathi og Berghavi pössuðu saman.  Afþví að ef að stjörnumerkin passa saman þá er sjálfgefið að þau giftist.

Þetta var ekki gott fyrir Berghavi því að Pasupathi var kynlífsbrjálæðingur. Hann var alltaf að nauðga konum og drepa fólk. Einn daginn eftir að Pasupathi stakk blinda danskennarann og nauðgaði henni til dauða, þá ákvað Berghavi að fyrirfara sér til þess að Pasupathi yrði aldrei konungur.

Eftir að Berghavi deyr lætur Jemamma berja Pasupathi í klessu og hann er bundinn við hest og dreginn inní skóg.  Þar safnar hann kröftum í mörg ár, lærir svartagaldur, fær sér flippaða klippingu og verður að töframanni.
Hann kemur svo til bakImagea ræðst á Jemömmu sem nú er orðin fullorðin.

Hann segjist ætla að njóta hennar með hverri frumu í líkama sínum, því hann hefur ekki sofið hjá í mörg ár.   Hún ákveður að bresta í söng, en hann stoppar hana og dregur hana í herbergið þar sem hann drap danskennarann.  Hún tekur klæði og byrjar að dansa trommudansinn sem að blindi danskennarinn hafði kennt henni.  Hún nær að grípa tvö sverð með klæðunum og stinga hann dansandi með þau, þar sem hann liggur í rúminu.

Hún lætur byggja klefa, úr steini og heilögum koparplötum, í kringum hann til þess að loka sál hans inni að eilífu (80 ár), vegna þess að sál sem deyr í hefndarhug hverfur aldrei.

Alvöru sagan
Arundhati veit ekki neitt, allavega ekki fyrst.  En hún er semsagt Jemamma endurborin til þess að kljást við hinn illa Pasupathi. Allavega. Hún fer með þjóninn sinn, sem að sturlaðist eftir að hafa farið inn í gömlu höllina, tilImage Fakírs.   Fakírinn mætir í myndina á mótorhjóli alveg eitursvalur.  Hann er Múslimi sem að læknar fólk af illum öndum, hægðartregðu og öðrum kvillum.

Hún trúir ekki á illa anda og  drauga og segjir Fakírnum að sýna sér draug fer að sannfæra hana.
Hann tekur sig til og  lemur aðstoðarmanninn sinn og spyr hann hvort það hafi verið vont.  Aðstoðarmaðurinn segjir að þetta hafi verið mjög vont, þá spyr hann Arundhati hvort hún geti sýnt sér sársauka hans, hvort hún geti sýnt honum loftið eða sitt eigið líf.

Hún segjir nei.

Og þá kemst hún að því að það er illur andi á eftir henni.  Á tímabili breytist myndin undarlega, hún hætti að vera svona indversk, eða næstum því, og breytist allt í einu í lélega bandaríska hryllingsmynd.

Sturlaði þjónninn læknaðist aldrei og var í staðinn bundinn með keðju við fótinn, eins og hundur.  Hann brýtur keðjuna og hleypir Pasupathi úr prísundinni.  Þá byrjar hann að ásækja fjölskyldu hennar Arundhati.

Þjónustustúlka Arundhati kemur með flóaða mjólk, en fer svo að reyna að nauðga henni, Arundhati fattar að eitthvað er á seyði og ætlar að fá hjálp frá fakírnum.  Hann er ekki heima og eini maðurinn sem að veit um Mynd haf henni að rétt sleppahann og ætlar að hjálpa henni, verður fyrir trukk.  Hún keyrir af stað til að flýja bæinn en bíllinn verður allt í einu stjórnlaus og hún er næstum því búin að keyra á vöruflutningabíl, en allt í einu stoppar bíllinn…. en á lestarteinum!

aaaaah! hvílík klemma, bílhurðarnar læstast og hún er dauðadæmd, en þá kemur maður á hjóli sem sér að hún er í klípu og reynir að hleypa henni út, en útaf titringnum í teinunum eða whatever þá fær hann málmbrot í hausinn og deyr.  Bíllinn opnast og hún rétt nær að stökkva í burtu áður en bíllinn springur.

Frábært bara, svo kemur eitthvað atriði þar sem þjónustustúlkan er að klifra á veggjunum ( svona grudge fílingur)  og fakírinn keyrir fram af bjargi og læti.

En svo er komið að lokauppgjörinu.  Þá kemst hún loksins að því að hún er Jemamma endurfædd og eina vopnið sem getur drepið Pasupathi hafði verið búið til af sömu mönnum og Pasupathi hafði lært hjá.  Jemamma hafði nefnilega farið til þeirra og þeir höfðu sagt henni að það eina sem gæti grandað honum væri dauði hennar.

Image

Þannig þeir brjóta 300 kókoshentur á hausnum hennar þangað til hún deyr og búa til hníf úr beinunum hennar.

Arundhati veit ekkert hvar vopnið er og er frekar ráðalaus í baráttunni sinni.  En fakírinn snýr aftur, hann skríður upp bjargið og hleypur af stað til að finna vopnið fyrir miðnætti.  Hann finnur hálfnöktu kallana og hleypur af stað, en þá grípa vínviðir hann ( ala Evil Dead)  og grafa hann lifandi í kassa úr stein.

Arundhati getur engan vegin ráðið við hinn illa Pasupathi og er alveg ráðalaus, en þá vaknar fakírinn, brýst úr kistunni og hleypur til hennar með hnífinn og upphefst þá 10 mínútla löng dramatísk bardagasena, með hræðilegum tæknibrellum sem endar á því að hún stingur hann. Vei, ónýta höllin hrynur og hún labbar dramatískt í burtu. og þá er myndin búin bamm.
Jæja þá
Myndin kostaði 13 crore, sem eru 130 milljón $ dollarar, sem er 16.283.800.000 kr. eða sextán milljarðar 283 milljónir og áttahundruðþúsund.  Minnst af peningunum virðist hafa verið varið í hljóðvinnslu og tæknibrellur.  Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekkert hvert þessir peningar hafa farið.  Myndin halaði inn 30 crore í sölu þannig að þeir geta varla kvartað þarna í Tollywood.

Helmingurinn af myndinni virtist vera talsettur.  En ég skil ekki alveg afhverju.
Myndin fékk mikið lof fyrir handrit, sem er ekki svo slæmt  skal ég viðurkenna, og hún vann haug af Nandi verðlaunum sem eru svona Óskarsverðlaun Telegu mynda. Þar á meðal vann P. Ravi Shankaar fyrir „Best Dub Artist“. Endilega kíkið á hana ef þið hafið áhuga.  Þetta er stærsta mynd sem Telegu iðnaðurinn hefur gefið frá sér og best unna ( jeremías og jólaskór ).

The End

P.s.
En ef þú hefur minni áhuga á því og meiri áhuga á pólitískum aktivísma tékkaðu þá á  Arundhati Roy.

Image

Hún heldur því staðfast fram að „globalization“ alþjóðavæðing sé ekkert annað en heimsvaldastefnan, sem að sendi Indland í rúst á sínum tíma, í breyttri mynd.  Það er að segja fjarstýrð gegnum internetið af stærstu og valdamestu löndum og fyrirtækjum heims.

Og ef þú hefur ekki áhuga á neinu af þessu þá finnuru myndir af kettlingum með vettlinga hér

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s