Ljóð.is #3768

Fyrsta hLjóðabókin Verksmiðja Dr4umanna kom út á Djúpavogi sumarið 2013.

Screen Shot 2013-10-17 at 11.56.53 AM

Ég eyddi seinustu dögum fyrir Hammond 2013 í að semja tónlist í
kringum ljóð af Ljóð.is/3768 sem ég skrifaði 2010-11.

Ég kalla plötuna hljóðabók, ljóðabók í plötuformi en
hún er sirka 25 mínútur. Eins og rölt út á sanda.

Ég var með upplestur á Ljóðum á Laugardeginum milli
14:00 & 15:00 upp í Löngubúð sýningin hét “ Afhverju ekki Aron Daði ? “

Klósettsýningin „Nei, nú er mér mál ! “ var líka þar.
Á sýningunni voru útprentuð ljóð af tumblr síðunni og svo
var mp3 spilari inni á hvoru klósettinu svo fólk gat hlustað á hLjóðabókina þar.

hLjóðabókin er að einhverru leyti byggð á einmanaleikanum.  Þannig að klósettið
er viðeigandi staður til þess að njóta plötunnar, á svo margan hátt. Sýningin er
Ljóð.is #3768partlega enn þann dag í dag í gangi,
þó svo að nokkrum ljóðum hafi verið
stolið og eitt þeirra hafi verið keypt.
( spurning hvort það keypta hafi bragðast
betur en stolnu ljóðin ? )

hLjóðabókin var prentuð á CD diska og gefin út í sérhönnuðu umslagi.

Umbrotsleiðbeiningarhttp://www.wikihow.com/Fold-a-CD-Cover-from-a-Sheet-of-Copy-Paper

Ég var að prenta út 10 diska núna og ég er ekki að reikna með að neinn hafi samband við mig, þannig ef þú ert að lesa þetta, þá er ég semsagt að selja eintök fyrir frjáls framlög.  Ég get sagt þér að hver diskur er að kosta 120 kr og svo er prentkostnaður einhver þannig séð, en ef þú vilt stela honum þá bý ég í Barmahlíð 35, þú klifrar bara upp.

Ég er einn af þeim sem gefur út ljóðabækur.  Þetta yrði önnur útgefin bók eftir mig en sú fyrsta var  Ljóðin Skeggjalausu.  Hún var handskrifuð af sjálfum mér 9 ára gamall.  Ekki eitt þeirra fjallaði um ástina. Geri aðrar ljóðabækur betur.

Auglýsingar

Brot af mér

Í dag er ég með markmið um að skrifa þrjár blaðsíður af engu til að byrja daginn. Þetta er einhverskonar tegund af hugleiðslu sem er partur af sjálfshjálparbók kölluð The Artists Way.
Til þess að fylla upp í þessar blaðsíður verð ég samt því miður að bulla bara geðveikt mikið, sem er verra, ég hef meira gaman afþví þegar ég skrifa eitthvað með meiri tilgang, orð með meiri fyllingu og texta með meiri sàl. En þá myndi ég ekki skrifa neitt, eina leiðin fyrir mig til að skrifa er að bulla og reyna að koma þessu verkefni frá mér líkt og öll önnur verkefni sem að ég tek að mér dags daglega. Rusla þessu af og reyna að gera eitthvað annað.

En hvað eru þrjàr blaðsíður. Ég get ekki verið alveg viss – jump cut ég er kominn upp í skóla núna ég er að hlusta á tíma sem ég er ekki að fylgjast með í, það gengur fínt, ég er að verða búinn að skrifa tvær síður af þrem handskrifað, eða þú veist ég fer að koma að því jump cut er ennþá í tíma. Búinn að skrifa bleika sjóræningjasögu. Það eru 810 orð handskrifuð, sem ætti að teljast ágætt bara.

Ég held ég ætli sð reyna að halda mér frá dagbókarstílnum.

20130917-235911.jpg

Þegar ég varð mamma

Það kom fyrir núna um daginn að konan mín flutti til Reykjavíkur.  Við búum á Djúpavogi.  Ég og 9 mánaða gömul dóttir mín urðum eftir afþví að hún þoldi ekki smábæjarlífið,  borgarstelpan var bara ekki að skilja allt þetta fáa fólk.   Það urðu einhver viðbrigði að lifa án „brjósta“ eins og við kölluðum hana, en ég og dóttir erum hörkutól og getum spjarað okkur spjörunum úr ( afþví við erum alltaf að kúka á spjörin 😦 ).

Það var ekki fyrr en að hún fór, að ég og dóttir gátum vaknað eldhress á morgnanna ( afþví við þurftum þess ).  Við gátum horft á heila kvikmynd yfir morgunmatnum, gert æfingar og tekið morgunlúrinn.  Allt í einu urðu morgnarnir besti tími dagsins, þeir hafa ekki verið þannig í mínu lífi svo ég muni eftir.   Eiginlega bara aldrei.  Morgnarnir fóru í heimatíma og göngutúra með dóttur og svo fóru kvöldin í vinnu. Þá gat hún valið um að fara í pössun til einhverra þeirra fjölmörgu ammna sem að bjuggu íbænum.


Það er gaman með dóttur.  Hún er bara snillingur. Ég hengi hana í burðarpoka framan á mér, hún vill snúa fram til að sjá eitthvað, svo er ég stundum í stóru úlpunni minni og ég renni upp að hausnum á henni svo það eru bara bleikir ullarsokkar danglandi niður og bangsahúfan að standa uppúr, sjá mynd —->

Image

VIð erum búin að labba útum allt.  Búlandsnesið er leikvöllurinn okkar.  Við hoppum mýrar og göngum sanda, klifrum kletta og borðum nesti.

Ömmu finnst ég svo góður með hana.  Hún er alltaf að hrósa mér fyrir að vera góð „mamma„.  Hún er af þeirri kynslóð að feður taka ekki þátt í svona barnastússi.  Það var bara ekki þeirra hlutverk. Þannig að í staðinn fyrir að vera góður pabbi þá er ég “ góð mamma“.

Því miður ekki karlmannlegasta mamman í bænum, en það er bara eitthvað sem ég verð að lifa við.

Frelsi til að skrifa, fyrir engann.

Image

Það markaði ákveðin tímamót hjá mér um daginn þegar ég ákvað að opna bloggsíðu.  Ég þurfti ekki lengur að sitja einn með sjálfum mér að öllum skrýtnu hlutunum sem ég var að gera.

Allur heimurinn gat nú baðað sig í undarlegheitunum sem ég var að rekast á á netinu og kafað ofaní djúpu speki ljóðanna minna.

Ég gat loksins skrifað greinar um LSD hámandi AA-stofnendur, gagnrýnt Indverskar Bolly-, Tollywoodmyndir, birt öll ljóðin eftir sjálfan mig og berghörðu myndböndin af mér í sjómann.

En því miður hefur ekki nokkur maður áhuga á að lesa blogg annara. Flestir eru alltof uppteknir að bíða eftir lækum á sjálfsmyndirnar sínar eða  að leita að réttu .gif myndinni til að lýsa deginum sínum.

Ég vissi þetta svosum þegar ég gekk inn í þennan pakka.  Ég er sjálfur gríðarlega sjálfhverfur neytandi á netinu.  Eina bloggið sem ég las var sbs.is.

Það var það sem ég ætlaði líka að gera.  Blogg sem hafði ekkert með mig að gera. Aldrei skyldi birtast bloggfærsla sem innihéldi orðið „ég“ eða tilfinningar mínar. Þetta blogg átti ekki að vera um mig heldur um allt hitt.

Grunnskólabloggin voru svona „mér finnst“ blogg og bloggið mitt átti að vera fágaðara og fínna heldur en það.  Ekki bara eitthvað persónulegt raus og blaður, heldur innihaldsríkt efni sem auðgaði anda hvers sem kynni að ramba inn á síðuna mína.

Það gekk rosa vel, heilar 7 færslur fyrir ári síðan voru lesnar af nákvæmlega engum. Þá hætti ég að gera eitthvað hérna inni.

Ég bjó til sérstaka síðu fyrir undarlega efnið sem ég fann, önnur sérstök síða hýsti ljóðin mín og dramatískar símamyndir, twitter varð svo brandarasíðan mín og inná facebook fóru öll myndböndin af mér að rústa öllum í sjómann.

Ekki það að einhver skoði neitt af hinum síðunum, en þær meika allavega sens,  þú ferð inná þær og ein færsla gefur til kynna allar hinar.

Internetið er stór og flókinn staður og það getur verið alveg svakalega leiðinlegt að leita að góðum síðum og áhugaverðu drasli, en einhvern vegin heldur maður samt alltaf áfram.

Núna get ég sagt fullur af sjálfsöryggi að ég sé tilbúinn að byrja að blogga aftur, persónulega og dramatískt um það sem mér finnst og það sem ég vil.  Vegna þess að ég er með aðrar síður sem að sjá um hitt.

Búðu þig undir það kæra internet, að forðast að lesa bloggið mitt, því það er sko sannarlega að fara að vera þarna einhversstaðar á milli allra hinna þúsund milljarða blogganna, það held ég nú!­

Ósýnilegu Börnin

Núna um daginn birtist myndband úr herferð „Invisible Children“ samtakanna sem bar merkin #Kony2012 eða #StopKony.  Þar voru samtökin að berjast fyrir því að gera Joseph Kony leiðtoga LRA sýnilegan.  Joseph Kony er trúarlegur hersöfðingi sem hefur barist fyrir því „Theocracy“ eða guðræði komisst á í Úganda og hann sé hinn útvaldi.

Myndbandið sem að kom út var flott, vel unnið og breiddist eins og eldur um Internetið,
en þó ekkert í samanburði við það sem eftir á kom.  Forsprakki og aðalleikari myndbandsins
Jason Russel var handtekinn um daginn fyrir það að vera hálfnakinn á almannafæri, ögrandi fólki með kynferðislegum hreyfingum og  látum.

Í raun og veru hefði það ekki átt að koma neinum á óvart miðað við hegðun hans í fyrri myndböndum „Invisible Children“ en þau hafa oft á tíðum verið vægast sagt undarleg.

Myndbandið byrjar á ósköp sakleysislegri kynningu í menntaskóla.  En svo komumst við að
því að þetta er allt annað en sakleysisleg kynning.

Áfengi, Voudoo og rokk og ról

Ég rakst á grein í dag sem fjallaði um það hvernig hægt væri að „lækna“ alkóhólisma með LSD.  Frábær frétt sem hafði gríðarlegan trúverðugleika eins og allar aðrar kraftaverkalæknafréttir.

Svona fréttir birtast á mbl og vísir með reglulegu millibili.  Ég þær sjaldan og ætlaði að leiða þessa algjörlega hjá mér.  En svo rakst ég á þann mæta mann Paulo Coehlo á Twitter.  Hann hafði blístrað þessu:

Greinin sem að fylgdi blístrinu var alls ekki leiðinleg. Sem fékk mig til að hugsa um hvað Íslenskar fréttir eru mikið tilkynningar frekar en umfjallanir.  En allavega.

Hún fjallaði um mann nokkurn sem að heitir Bill Wilson.  Hann var einn af stofnendum AA- Samtakanna sem að margir ættu að kannast við hér á Íslandi þar sem 16.000 fundir eru haldnir hér á ári hverju.

Bill Wilson skrifaði 12 skrefa bókina sem að allir AA-menn fylgja.  En hann hélt því staðfast fram að ekki væri nóg að fylgja stefnunni og lesa bókina, þvert á móti.  Hann lagði gríðarlega áherslu á að hver og einn myndi sækja sér það sem hann hann þyrfti í sínu lífi til þess að geta hætt að drekka áfengi.

Andlegar upplifanir, er það sem Bill Wilson sótti hvað mest í allt sitt líf.  Eftir að hann lá illa haldinn eftir mikla drykkju á Towns spítalanum eina kalda New York nótt hrópaði hann „I’ll do anything! Anything at all! If there be a God, let Him show Himself!“[22]  Og þá fann hann allt í einu fyrir gríðarlega sterku ljósi, alsælu og áður ófundinni friðsæld.

Eftir þetta atvik drakk hann aldrei aftur, það er að segja ekki fyrr en hann lá á dánarbeði sínu og hrópaði á eftir Viský drykk.  En Bill varð mjög andlega hneigður eftir atburðinn og sóttist eftir því að bæði hann og aðrir gætu upplifað það sem hann upplifaði.  Hann lagði í leit að einhverju öflugra en honum sjáfum, hann hóf að finna eitthvað sterkara en áfengi, leita að hreinni vímu, persónulegri.

Í tilraunum sem að hann tók þátt í, með vísindakonunni Betty Eisner, meðstofnanda AA-samtakanna Gerald Heard og rithöfundinum Aldous Huxley (Brave New World ) þá tók hann inn LSD.

Hann lýsti upplifuninni sem svipaðari og hann hafði upplifað á spítalanum.  Hann sagði í framhaldi af tilraununum „með því að innbyrða LSD gæti Egóið ( skaðvaldurinn í alkóhólisma ) fengið að lúta fyrir upplifun þinni sem partur af veröldinni og þú fengið að sjá hvað við erum og hvert við erum að fara.“ 

Bill Wilson sagði að LSD gæti gagnast mörgum (þó ekki öllum) en væri þó engum skaðlegt.

Leit Bill Wilson að andlegum reynslum og tilraunir hans voru þó ekki bara bundnar við efnanotkun, hann og kona hans voru með lítið Ouija borð í draugaherberginu sínu svokallaða.  Þangað buðu þau oft gestum og gangandi að ná tenginu við andaheiminn.

Bill var samt aldrei hávær með skoðanir sínar, hvorki pólítískar né andlegar.  Enda var það gagnstætt stefnu félagsins.  Hann lét líka aldrei taka mynd af sér þar sem hann lagði mikla áherslu á það að hann væri aðeins mennskur eins og allir aðrir og myndi ekki láta setja sig á einhvern stall sem hetja alkóhólistanna.
——

Þar sem að Íslendingar hafa alltaf verið gríðarlega blautt samfélag fannst mér greinin mjög áhugaverð og þörf í umræðuna.  Hér á landi nota margir trú til þess að reyna að sigrast í sínum innri djöflum sem er allt gott og blessað.   En mér var hugsað til setningar sem að ég heyrði um daginn “ Þið kristna fólkið sitjið í kirkju og talið um guð, á meðan við Voudoo dönsum til að verða guð.“ National Geographic.

Ég fann setninguna samt upprunalega í Myndaseríu sem að fjallaði um Voudoo, en ég fann hana því miður ekki 😦

Það hefur það verið löngum viðtekin staðreynd að fíkn er ekki eitthvað sem að menn losna við, heldur færist fíknin aðeins til,  hún umbreytist.  Þ.e. ef þú ert áfengissjúklingur þá þarftu að finna þér eitthvað áhugamál eða einhverja ástríðu sem þú getur stundað af jafn miklum ákafa og  gleði og þú gerðir  áfengisdrykkju.

Samkennd með öðrum, viðurkenning, tilgangur og skemmtun eru allt orð sem að eiga við.
Sumir velja trú, aðrir velja skútusiglingar og enn aðrir golf eða bara eitthvað allt annað.  En samfélög hafa í gegnum tíðina fundið sér ótrúlegar leiðir til þess að stytta sér stundir, með og án lyfja.  Margar athafnir byggjast á lyfjanotkun, aðrar framkalla ástand ekki ólíkt þeim.

Í myndinni Baraka má sjá Balíbúa í athöfn sem kallast „Apadansinum„.
Ég mæli eindregið með að myndbandinu þar sem þessir menn eru eitursvalir, og ef það er eitthvað sem hefur verið skortur á í okkar menningu þá er það sennilega þessi dans.

Grænlenskur Veruleiki

Nowness er vefsíða sem að inniheldur hágæða myndefni gert af fagmönnum birt daglega.

…………………

Louis Vuitton og félagar reka síðuna.  Þeir eru hvað best þekktir fyrir tísku og munaðarvörur sínar.

Þeir voru fyrstir til þess að framleiða ferðatöskur með flötum botnum, áður voru þær ávalar til þess að regnið myndi falla betur af þeim, en með flötum botn var nú hægt að stafla þeim  og þannig auðvelda ferðalagið.

Í dag er fyrirtækið partur af stærri steypu fyrirtækja sem að öll eiga það sameiginlegt að starfa í munaðarvörugeiranum Moët Hennessy • Louis Vuitton heitir það og inniheldur koníaksframleiðandann Hennessy sem að flestir  koníaksötrarar ættu að kannast við þar sem þeir eiga meira en 40% af allri framleiðslu koníaks í heiminum.

………….

Þetta myndband náði til mín sem Íslendings.  Ég veit ekki alveg afhverju en það virðist höfða til minnar litlu landsbyggðarsálar.

 

Þú ert aldrei alltaf einn

Við höfum skapað nýtt haf með
Internetinu.  Haf af upplýsingum, haf
af rusli, veirum, bakteríum, þara og
skökkum brimbrettaköppum að vafra
um á öldum alls, með lélegar skoðanir.

drukkna er auðvelt. En að eiga
góðan bát og að kunna að fiska eftir
rétta efninu er lykilatriði.

Rétt tækni, þekking á umhverfinu og
hæfileikinn til sjálfsbjörgunar er á
internetinu, eins og í lífinu, mikilvæg.

Börnin okkar læra það sem fyrir
þeim er haft.  En heil kynslóð er að
alast upp í hafi sem ekki var áður til.
Hættan, möguleikarnir og tækifærin
eru jafnvel ekki einu sinni þekkt af
þeirra nánustu, foreldrum þeirra.

Svo hvað taka þau sér til bragðs?
Það sem við gerum öll í nýju umhverfi.
Það sem við höfum þróast, fæðst og
lifað til að gera.  Þau kanna
umhverfið, aðlagast umhverfinu, læra
inná það með tilheyrandi mistökum og
uppljómunum.

En þau hafa ekkert til að miða við
varðandi þessa nýju upplifun sína.
Ekki nema raunveruleikann.  En á
hvaða hátt er raunveruleikinn
frábrugðinn Internetinu?

Á internetinu ertu nafnlaus.
Á internetinu er ekkert efnislegt.
Á internetinu eru allir & enginn á sama stað
Á internetinu er engin lögregla
Á internetinu er allt frítt, eins og bókasafn af menningu.

Hvernig hagar þú þér í þessu
umhverfi.  Flestir myndu ráfa um
frjálsir og gera allt sem þeim lysti,
enda er það einmitt það sem flestir
kjósa að gera.

Þegar Palli var einn í heiminum og gat
gert allt, þá var hann einn.  Í þessari
sögu er Palli alls ekki einn, ekki nema
þá að hluta til.

Í þessum heimi er Palli draugur.
Enginn sér hann, en allir vita að hann
gæti verið þarna.  Sumir gleyma,
aðrir vita og þora engu því þeir vita
ekki hver Palli er.  Þeir vita ekki
hvaðan hann kemur, hvað hann getur
eða hvort hann meinar illt eða ekki.
Oftast er Palli ekki þarna en hættan
að hann sé, er alltaf einhver.

Hvernig við tökumst á við okkur sjálf
og samfélagið,  myndar og mótar kúltúr
okkar og menningu. Þannig myndum
við þessa alþjóðlegu Internet veröld.

Við erum sjómenn í hafi
upplýsinganna, show-men ef þú vilt.
Við sýnumst, til að sýna öðrum það
sem þeir vilja sjá.  Ekki er allt sem
sýnist enda sýnist hverjum sitt.

Internetið er okkar internetið er þitt
Internetið okkar, internetið þitt & mitt

Amen bræður og systur

Arundathi ( 2009 )

Image

Arundathi er Tollywood mynd eða Telegu.  Tollywood myndir eru frábrugðnar Bollywood myndum að því leytinu til að framleiðsla þeirra fer ekki fram í Mumbai, heldur í Suðurhluta Indlands.  Myndirnar eru samt á vestrænum mælikvarða alveg eins.  Fallegt fólk, að syngja og dansa í litríku umhverfi.  Það er samt talað um að Bollywood myndir séu vestrænni heldur en Telegu myndir en hver verður að dæma um það fyrir sig.

Ég rakst á myndina á youtube eftir að hafa leitað að sjálfum mér.  Arundhati er víst eitthvað svipað og Aron Daði.  Ef þú hefur engan áhuga á að heyra mig blaðra um hana þá mæli ég með að þú horfir á hana, annars er ég bara að fara að lýsa henni og hvað gerist í henni. ( =spoiler alert )

Mundu bara að íta á cc fyrir enskann texta ( eða vertu djarfur og láttu google þýða hann á íslensku)

———————

Nafnið
Arundhati er stelpunafn úr Hindí sem er tungumál talað af nokkrum Indverjum.  Nafnið er talið merkja „Sá sem heldur ekki aftur að sér“
Rudh (halda aftur)
A (ekki

Arundhati var gyðja í hindískri goðafræði gyðja stjarna og himins.  Morgunstjarnan   (Alcor) hefur verið kennd við hana í Indlandi í mörg ár.

Gyðjan Arundhati var alltaf trú eiginmanni sínum og þegar pör í Indlandi gifta sig fara þau oft undir morgunstjörnuna, sem tákn um ódauðlega ást.

Indverjar eru mjög hátíðlega dramatískir og þessi mynd er enginn eftirbátur í þeim efnum.

Og þá byrjum við
Myndin byrjar á gráhærðum feitum kall, sem hreyfir sig eins og Bjössi Bolla í ballet og talar eins og pabbi Pingu.  Hann er rosalega ánægður vegna þess að dóttir hans ætlar að gifta sig.  Þjónustukonan hans er ennþá ánægðari og hún fer strax að ímynda sér fótabað með blómum og aðra Indverska gleði.

En ekki er allt sem sýnist.  Arundhati átti nefnilega ömmu sem var prinsessa í þorpinu Gadwal.  Hún hét Jemamma Þar þurfti hún að kljást við illann mann sem heitir Pasupathi.

Forsagan
Pasupathi og Jemamma voru Systkinabörn. Þau voru samt mjög ólík. Pasupathi var alltaf að nauðga og drepa á meðan Jemamma var að læra að dansa, mála og syngja.  Jemmama átti líka eldri systur sem að hét Berghavi, þær voru líkar.

Pasupathi átti mömmu, hún var systir kóngsins.  Hú náði að sannfæra kónginn um að stjörnumerki Pasupathi og Berghavi pössuðu saman.  Afþví að ef að stjörnumerkin passa saman þá er sjálfgefið að þau giftist.

Þetta var ekki gott fyrir Berghavi því að Pasupathi var kynlífsbrjálæðingur. Hann var alltaf að nauðga konum og drepa fólk. Einn daginn eftir að Pasupathi stakk blinda danskennarann og nauðgaði henni til dauða, þá ákvað Berghavi að fyrirfara sér til þess að Pasupathi yrði aldrei konungur.

Eftir að Berghavi deyr lætur Jemamma berja Pasupathi í klessu og hann er bundinn við hest og dreginn inní skóg.  Þar safnar hann kröftum í mörg ár, lærir svartagaldur, fær sér flippaða klippingu og verður að töframanni.
Hann kemur svo til bakImagea ræðst á Jemömmu sem nú er orðin fullorðin.

Hann segjist ætla að njóta hennar með hverri frumu í líkama sínum, því hann hefur ekki sofið hjá í mörg ár.   Hún ákveður að bresta í söng, en hann stoppar hana og dregur hana í herbergið þar sem hann drap danskennarann.  Hún tekur klæði og byrjar að dansa trommudansinn sem að blindi danskennarinn hafði kennt henni.  Hún nær að grípa tvö sverð með klæðunum og stinga hann dansandi með þau, þar sem hann liggur í rúminu.

Hún lætur byggja klefa, úr steini og heilögum koparplötum, í kringum hann til þess að loka sál hans inni að eilífu (80 ár), vegna þess að sál sem deyr í hefndarhug hverfur aldrei.

Alvöru sagan
Arundhati veit ekki neitt, allavega ekki fyrst.  En hún er semsagt Jemamma endurborin til þess að kljást við hinn illa Pasupathi. Allavega. Hún fer með þjóninn sinn, sem að sturlaðist eftir að hafa farið inn í gömlu höllina, tilImage Fakírs.   Fakírinn mætir í myndina á mótorhjóli alveg eitursvalur.  Hann er Múslimi sem að læknar fólk af illum öndum, hægðartregðu og öðrum kvillum.

Hún trúir ekki á illa anda og  drauga og segjir Fakírnum að sýna sér draug fer að sannfæra hana.
Hann tekur sig til og  lemur aðstoðarmanninn sinn og spyr hann hvort það hafi verið vont.  Aðstoðarmaðurinn segjir að þetta hafi verið mjög vont, þá spyr hann Arundhati hvort hún geti sýnt sér sársauka hans, hvort hún geti sýnt honum loftið eða sitt eigið líf.

Hún segjir nei.

Og þá kemst hún að því að það er illur andi á eftir henni.  Á tímabili breytist myndin undarlega, hún hætti að vera svona indversk, eða næstum því, og breytist allt í einu í lélega bandaríska hryllingsmynd.

Sturlaði þjónninn læknaðist aldrei og var í staðinn bundinn með keðju við fótinn, eins og hundur.  Hann brýtur keðjuna og hleypir Pasupathi úr prísundinni.  Þá byrjar hann að ásækja fjölskyldu hennar Arundhati.

Þjónustustúlka Arundhati kemur með flóaða mjólk, en fer svo að reyna að nauðga henni, Arundhati fattar að eitthvað er á seyði og ætlar að fá hjálp frá fakírnum.  Hann er ekki heima og eini maðurinn sem að veit um Mynd haf henni að rétt sleppahann og ætlar að hjálpa henni, verður fyrir trukk.  Hún keyrir af stað til að flýja bæinn en bíllinn verður allt í einu stjórnlaus og hún er næstum því búin að keyra á vöruflutningabíl, en allt í einu stoppar bíllinn…. en á lestarteinum!

aaaaah! hvílík klemma, bílhurðarnar læstast og hún er dauðadæmd, en þá kemur maður á hjóli sem sér að hún er í klípu og reynir að hleypa henni út, en útaf titringnum í teinunum eða whatever þá fær hann málmbrot í hausinn og deyr.  Bíllinn opnast og hún rétt nær að stökkva í burtu áður en bíllinn springur.

Frábært bara, svo kemur eitthvað atriði þar sem þjónustustúlkan er að klifra á veggjunum ( svona grudge fílingur)  og fakírinn keyrir fram af bjargi og læti.

En svo er komið að lokauppgjörinu.  Þá kemst hún loksins að því að hún er Jemamma endurfædd og eina vopnið sem getur drepið Pasupathi hafði verið búið til af sömu mönnum og Pasupathi hafði lært hjá.  Jemamma hafði nefnilega farið til þeirra og þeir höfðu sagt henni að það eina sem gæti grandað honum væri dauði hennar.

Image

Þannig þeir brjóta 300 kókoshentur á hausnum hennar þangað til hún deyr og búa til hníf úr beinunum hennar.

Arundhati veit ekkert hvar vopnið er og er frekar ráðalaus í baráttunni sinni.  En fakírinn snýr aftur, hann skríður upp bjargið og hleypur af stað til að finna vopnið fyrir miðnætti.  Hann finnur hálfnöktu kallana og hleypur af stað, en þá grípa vínviðir hann ( ala Evil Dead)  og grafa hann lifandi í kassa úr stein.

Arundhati getur engan vegin ráðið við hinn illa Pasupathi og er alveg ráðalaus, en þá vaknar fakírinn, brýst úr kistunni og hleypur til hennar með hnífinn og upphefst þá 10 mínútla löng dramatísk bardagasena, með hræðilegum tæknibrellum sem endar á því að hún stingur hann. Vei, ónýta höllin hrynur og hún labbar dramatískt í burtu. og þá er myndin búin bamm.
Jæja þá
Myndin kostaði 13 crore, sem eru 130 milljón $ dollarar, sem er 16.283.800.000 kr. eða sextán milljarðar 283 milljónir og áttahundruðþúsund.  Minnst af peningunum virðist hafa verið varið í hljóðvinnslu og tæknibrellur.  Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekkert hvert þessir peningar hafa farið.  Myndin halaði inn 30 crore í sölu þannig að þeir geta varla kvartað þarna í Tollywood.

Helmingurinn af myndinni virtist vera talsettur.  En ég skil ekki alveg afhverju.
Myndin fékk mikið lof fyrir handrit, sem er ekki svo slæmt  skal ég viðurkenna, og hún vann haug af Nandi verðlaunum sem eru svona Óskarsverðlaun Telegu mynda. Þar á meðal vann P. Ravi Shankaar fyrir „Best Dub Artist“. Endilega kíkið á hana ef þið hafið áhuga.  Þetta er stærsta mynd sem Telegu iðnaðurinn hefur gefið frá sér og best unna ( jeremías og jólaskór ).

The End

P.s.
En ef þú hefur minni áhuga á því og meiri áhuga á pólitískum aktivísma tékkaðu þá á  Arundhati Roy.

Image

Hún heldur því staðfast fram að „globalization“ alþjóðavæðing sé ekkert annað en heimsvaldastefnan, sem að sendi Indland í rúst á sínum tíma, í breyttri mynd.  Það er að segja fjarstýrð gegnum internetið af stærstu og valdamestu löndum og fyrirtækjum heims.

Og ef þú hefur ekki áhuga á neinu af þessu þá finnuru myndir af kettlingum með vettlinga hér